Hvað er í gangi eiginlega !!!!!
18.11.2008 | 17:27
Eru menn orðnir eitthvað bilaðir !!!!! Hvernig dettur þeim í hug að hafna kröfu um ofsaakstur....
Hef nú bara endanlega misst allt álit á þessum köllum Hæðstaréttar , og það álit var nú ekki "ýkja" mikið fyrir...... Þið ættuð að hundskast til að taka ykkur saman í andlitinu og laga þetta og það strax !!!
Fá ekki upplýsingar um GSM-síma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ups..... Var ég að "hæðast" að einhverjum ....
Inga Jóna Traustadóttir, 18.11.2008 kl. 17:29
Hæstarétti ber að sjálfsögðu að fara að lögum, og dæma skv. þeim. Ég gat ekki betur séð en að lögin hafi einmitt verið á þá leið að þeir hafi haft hárrétt fyrir sér. Svo er annað mál hvort okkur finnist lögin sanngjörn eður ei. Þú vilt vonandi ekki að dómarar dæmi bara eftir eigin sannfæringu, frekar en skv. lögum?
Ívar Gunnarsson, 18.11.2008 kl. 17:58
Hefði kannski gengið betur ef ekki hefði ekki verið farið framá alla farsíma á 6 klukkutíma tímabili.
Einar Þór Strand, 18.11.2008 kl. 18:32
Krafan hljóðaði, skv. úrskurði á síðu HR, upp á 30 mínútur en ekki 6 tíma
- (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:37
Sammála Ívari, auðvitað þurfa þeir að dæma samkv. lögum, þar að auki ber að vernda friðhelgi einkalífs. Í dag er hægt að afla upplýsingar um nánast hverja einustu hreyfingu mannsins með einmitt upplýsingum úr farsímum (hvort sem að þú ert að tala í hann eða ekki), kortanotkun, læknaskoðanir og sjúkdómar, eftirlitsmyndavélar og svo má lengi telja... Að sjálfsögðu ber dómurum að vernda þessar upplýsingar. Ef að hæstiréttur myndi dæma sýslumanni í vil myndi skapast fordæmi fyrir því að bregða út frá löggjöfinni um friðhelgi einkalífsins. Hugsaðu þér hvað þetta fordæmi yrði notað óspart af t.d tryggingarfélögum til að fá upplýsingar úr sjúkraskrám osfrv. Þó svo að t.d upplýsingar úr sjúkraskrám og upplýsingar um símanotkun sé ekki skylt þá skiptir það ekki máli því að það væri fordæmi fyrir því að bregða út frá löggjöfinni.
Er hneyksluð á héraðsdómi að hafa dæmt sýslumanni í vil upphaflega.
Solla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:02
Dómendur í "hæðstarétti" þurfa að virða lögin í landinu og að ég tali nú ekki um stjórnarskrána
Ef að Hæstiréttur hefði vikið hér frá ákvæðum stjórnarskrárinnar þá hefði það skapað afar hættulegt fordæmi og auðveldað aðgengi lögreglu að persónuupplýsinum
Vanþekkking á því hvernig dómskerfið hér virkar gefur þér ekki rétt til að níða dómara Hæstaréttar... þeir fara einfaldlega að lögum og hafa til þess sameiginlega reynslu langt langt langt umfram okkur hin
Hefði Hæstiréttur samþykkt þessa kröfu hefði hann þar með búið til réttarheimild sem síðan hefði verið hægt að misnota
Kristmann (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:02
Fyrirgefiði.... en þetta er bara mín skoðun!!!!! ...... Það er löngu komið í ljós að ÞVÍ MIÐUR er réttarkerfið hérna á annars okkar ágæta landi , svo rotið að það er engu lagi líkt ...... Ég var ekki að níða neinn eða neitt niður , því manni er jú frjáls að hafa skoðanir .....Eða hvað ??.... Að mínu mat er löngu kominn tími á að endurskoða þessi lög, svo þau séu einfaldlega ekki misnotuð ....... Sem mig grunar lika að ansi margir hafi gert og geri ..... Hvers vegna, jú það er tekið svo ANSI LÉTT á öllu ......
Eigiði annars frábæran dag .... ég á hann að minnsta kosti ...
Inga Jóna Traustadóttir, 19.11.2008 kl. 11:45
Hvaða lögum viltu breyta?
Friðhelgi einkalífsins.... vilt þú að lögregla og aðrir hafi opinn aðgang að þínum persónuupplýsingum?
Þetta er ekki spurning um að misnota lög... þetta er spurning um það að það verði að vera samræmi á milli þess hvernig þeim er beitt
Það er ekki hægt að segja einn daginn að lögreglan hafi aðgang að svona upplýsingum og svo næsta mega þeir það ekki
Ef fordæmi skapast fyrir því að þeir fái svona upplýsingar þá er mjög erfitt að segja nei við þá næst þegar þeir spurja
Þannig virkar dómskerfið og treystu mér að við hér á íslandi og nágrannalöndum erum afar heppin hvað þetta varðar og búum við gott dómskerfi
Ef ég frem glæp og er refsað þá get ég treyst því að ég fæ sömu refsingu og aðrir sem hafa framið sama glæp... nema lögum hafi verið breytt í millitíðinni
En þegar þú ert ekki sammála dómum þá þýðir ekki að argast út í dómara sem fara bara eftir lögunum.... það er löggjafinn í Alþingishúsinu sem sér um að breyta þeim - ekki dómarar
Það má vel vera að þetta sé þín skoðun.. ég held bara að þú gerir þér ekki alveg grein fyrir því hver sú skoðun er
Eins og Benjamin Franklin sagði:
"Any society that would give up a little liberty, to gain a little security
deserves neither and will loose both..."
Lestu þetta nokrrum sinnum yfir.. settu það í samhengi við þessa skoðun sem þú "heldur" að þú hafir og hugsaðu svo vandlega hvort þú vilt virkilega að dómstólar fari að virða persónurétt okkar að vettugi
Þetta mál snýst ekki um þennan sem var að keyra of hratt... þetta snýst um hina sem voru þarna og keyrðu á löglegum hraða
Kristmann (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:44
Jæja, á þá að halda umræðunni áfram hehe .... Til er ég ....
Málið er að fyrir það fyrsta vitum við , sem eitthvað höfum þurft að kanna lög og rétt , að í mörgum tilfellum er verið að styðjast við lög siðan "75 og "77, jafvel er verið að að styðjast við mun eldri lög en það .... Það er að mínu mati orðið endurskoðunarvert fyrir löngu, og við vitum lika öll að tímarnir breytast og mennirnir með, þ.e. að segja komin meiri harka í fólk , sem leiðir af verra ofbeldi og ljótara .... Það þarf að skoða það lika ... Þú hefur sjálsagt tekið eftir því sjálfur (vænti ég ) hvernig Reykjavíkurborg , hefur breyst undanfarin ár , úr borg sem búandi var í , yfir í það að vera hálfgert "gettó" ..... hvað gerðis ekki í "góðærinu" sem er lokið núna , þegar hinngað til lands steymdi fjandinn allur af fólki , sem átti svo þegar allt kom til alls, þvílikann brotaferil á bakinu að annað eins hafði vart sést !! Hvernig hefði farið , ef Ísland hefði opnað landið fyrir Rúmenum, sem eru þekktir fyrir ofbeldi, enda aldir upp við það !!! ..... Það er þetta sem ég er aðalega að tala um , þegar ég minnist á breytingu laga og leglna.... Það er þetta sem löngu er kominn tími á að skoða .....
En svo getum við lika farið út í þá umræðu , hvar mörkin eigi að liggja í sambandi við persónuupplýsingar !!!! Að sjálfsögðu eiga þær upplýsingar EKKI að liggja á lausu fyrir allmenning, ALLS EKKI , en það gegnir allt öðru máli (finnst mér) þegar upp koma mál eins og gemsamálið.... Þar er verið að fara fram á upplýsingar um hvaða simar voru í notkunn á þessum umræddu 30 mínundum á þessum ákveðna vegarkafla ..... Að sjálfsögðu átti að afgreiða það mál STRAX!!!! ég hefði ekki viljað vera í þeim sporum að fá kanski umræddan bíl á mig á þessum hraða, tala þá ekki um að umræddur bílstjóri hafi verið með gemsann á eyranu á sama augnblikinu!!!!
Og annað , sem ég átta mig ekki á .....Hvernig færðu það út að þetta "mál" snúist EKKI um umræddann ökumann , sem keyrir svo langt yfir löglegum hraða, að hann ætti að prísa sig sælann fyrir að vera á LÍFI yfir höfuð..... Hvernig færðu það út að þetta sé farið að snúast um eitthvað annað ?????
Skil það ekki alveg .......
Kv á ykkur , meira síðar ......
Inga Jóna Traustadóttir, 20.11.2008 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.