Færsluflokkur: Bloggar
Jæja , þá er ég komin á leiðiarenda ;o)
5.4.2012 | 23:31
..... Och jåg älskar de ;o)
Finnst bara æðislegt .... erum náttla ennþá að koma okkur fyrir og dusta rykið af sænskukunnáttunni hehe .... en það kemur eins og allt annað ;o)
Ætlum að eyða páskunum í Drammen ;o)...Verður bara yndislegt og ekkert annað ;o)
Meira síðar ;o)
Knús og kram ...... bara ég ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja .... hérna hefur nú ýmislegt gerst á engum tíma hehe ;o)
21.3.2012 | 19:29
.... Fyrir utan það að vera komin með uppí kok ,af ástandinu hérna heima , þá læt ég ekki deigan síga, frekar en fyrri daginn ...alls ekki sko ....
Nú er svo komið að ég ætla , enn og aftur að leggja land undir fót .... selja mína búslóð og fara (eins og aðrir Íslendingar ) erlendis ... Ekki stafni ég á Noreg, þó flott sé þar að vera ...... nei mín ætlar að taka land í Svíaríki ...og gera það með stæl hehe .... Hef jú búið þar áður , svo ég er bara svona pínu að fara heima aftur hehe....sem verður bara æðislegt ...því ég á jú svolitið þar , sem bíður (spennt) eftir að ég komi .... alls ekki leiðinlegt það sko .....
Mín semsagt að yfirgefa klakann og halda inní vorið sem komið er úti .....
Segi bara gleðilegt sumar ...ef það þá kemur hingað einhver tíma hehe ...
Knús og kram ég.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
uss.... komið rúmt ár síðan , hvaða , hvaða ;o)
20.12.2011 | 22:20
Já svei mér þá , komið rúmt ár síðan ég skrifaði eitthvað hérna inni hehe
Get kanski bara kennt facebook um það !! Er það ekki bara hahaha ....segum það bara .....
Annars er frekar þunnt að frétta , allt gengur sinn vanagang .... þ.e. vinna , sofa og eta þegar ég ...man það hehe .... s.s ekki mikið breyst ... það geta víst ekki kallast undur og stórmerki .....
Verður meira næst ...svefnleysi síðustu nætur farin að gera vart við sig ....
Kv ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Long time hehe ;o)
3.12.2010 | 14:08
Maður ætti nú bara að skammast sín núna ......... engin færsla sett hér inn í langan tíma , eins og það sé ekkert búið að vera að gerast hahaha ........ neee, það er sko búið að vera fullt í gangi, misjafnlega mikið og mis leiðinlegt hehe....en blæs á það , eins og alltaf hummm.......
Nenni hvort eðer ekki neinu kjaftæði !!!!!
sko , smá komið inn eftir mig , segiði svo að ég bloggi ekki hehehe
Kv æi, þessi flotta hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Long time .....
24.5.2010 | 20:19
Já það er nokkuð síðan ,síðasta blogfærsla var gerð ... skil bara ekkert í mér ,eða !!! Jú , maður er náttla bara komin á facebookina, eins og allir hinir hehe ....
En svona er þetta bara , allt er breytingum háð og ég lika hehe ....
Nóg í bili ....
Kv æi þessi flotta hehe .
P.S.set inn eina mynd af snúllunni minni semer orðin 4 ára..vá hvað tíminn er fljótur að líða ufff
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja góðir landar ........
26.12.2009 | 19:08
Já og gleðileg jól .... Vona að árið hafi verið þolanlegt fyrir ykkur flest, þaðvar það hjá okkur að minnsta kosti
En héðan er annars allt það besta að frétta, það er orðið langt síðan ...humm, eiginlega MJÖG LANGT síðan ég settist niður og bloggaði hehe Skammast mín nú bara pínu !!!!!
En það helsta héðan úr höfuðborg norðursins er það að frétta að við erum bókstaflega að DRUKKNA Í SNJÓ hahaha ....í orðsins fyllstu það bara kyngir niður snjó og við höfum ekki undan að moka ....
Set inn nokkrar myndir af krökkunum og Sylvíu Rán sem er reyndar búin að vera veik alla vikuna, en varð að komast aðeins út í snjóinn hahaha....fannst það reyndar "frekar" erfitt , og gafst mjög fljótlega upp og fór bara inn aftur .....
Meira síðar
Bæ í bili
Kv úr snjónum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Merkileg uppgvötun .......
29.6.2009 | 15:38
Góðan dag blogarar
Merkilegt hvað visindin eru mögnuð ...
Sá þessa grein núna rétt í þessu, og þá varð mér ljóst nokkuð sem ég hef mikið pælt í, afhverju börnin mín 4 sem öll voru tekin með keisara, hafa öll lent fyrir því að eiga í einhverju astmavandamáli á lífsleiðinni.
Þarna er s.s. svarið komið, merkilegt nokk en mikið til í þessu
Eigiði góðan dag.
Keisaraskurður hefur áhrif á erfðaefni barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góðan dag kæru landar ;o)
27.6.2009 | 11:04
Héðan úr "höfuðborg" norðurlandsins er allt það besta að frétta, sólin að brjóta sér fram og lítur út fyrir góðan dag í dag .... tæplega 16 stiga hiti úti og logn, ekki slæmt það
Af (ská tengdasynininum) er það að frétta að hann er illa brenndur eftir brunann í bílskúrnum á fimmtudagskvöldið , þeir segja rúm 40% líkamans er 3stigs bruni, og gærdagurinn var erfiður fyrir þessa elsku, sem á samt skilið verðlaun , því hann er algjör hetja , tekur því sem fyrir höndum ber og er rosalega duglegur að æfa sig ..... Hann tekur þetta á þrjóskunni
Batáttukveðjur til þín frá okkur .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fljótir á sér !!!!
26.6.2009 | 00:40
Það varð uppi fótur og fit á heimilinu í kvöld.
Fengum fréttir af því að hann tengdasonurinn (ská tengdasonur minn) væri illa slasaður eftir brunann heima hjá sér í kvöld og dóttirin (ská dóttir mín) var komin hingað norður til okkar ..... Nema hvað auðvita fóru hún og faðir hennar suður aftur í ofboði , verða í borginni um 03.00 í nótt.... Það var aftur á móti ljótt að sjá hvað fréttir af brunanum og myndir voru fljótar að berast inná bæði visir og mbl... Það var nánast á sama tíma og við fengum fréttirnar hingað norður..... Ég bara spyr "HVAÐ ER AÐ" !!!!
Búið að slökkva eld á Marbakkabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, hvað segir fólk í dag ;o)
26.3.2009 | 13:44
Héðan að norðan er barasta allt það besta að frétta .... núna bara snjóar og snjóar og snjóar og svo snjóar bara meira thíhí hehe....ekki að kvarta , neee, alls EKKI sko , bara ánægð með þetta, því þá safnast bara meiri snjór í fjallið hehe ..... humm, já eða þannig sko , það er víst lokað í fjallinu í dag , vegna "veðurs" hahaha
En að öðru, þá gengur allt sinn vanagang hérna hjá okkur, Berglind og Elva í skólanum, styttist í árshátíð hjá þeim báðum , sem verður bara gaman að sjá, og svo eru náttla páskarnir á næsta leiti.... með "öllum" þeim sykri sem þá tíðkast hehe
Jæja, best að halda áfram að vinna hehe.... það gerist vís ekkert af sjálfum sér hérna í "Ölpunum"
Bið að heilsa í bili
Kv ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)